Ís­lenski lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Teitur Örn Einars­son, leik­maður þýska úr­vals­deildar­fé­lagsins Flens­burg var allt í öllu í fimm marka sigri liðsins gegn Val í Evrópu­deildinni í kvöld. Teitur var marka­hæsti leik­maður Flens­burg í kvöld og spennt stuðnings­fólk beið hans í leiks­lok.

Þrátt fyrir flotta frammi­stöðu í kvöld reyndist Flens­burg betri í Origohöllinni í kvöld og nær með sigrinum að tylla sér eitt á topp B-riðils. Teitur Örn mætti til Ís­lands með liði sínu og var marka­hæsti leik­maður Flens­burg í kvöld með sjö mörk. Nánar má lesa um leikinn með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

Teitur spilaði með Sel­fossi hér heima áður en hann hélt út í at­vinnu­mennsku og þá hefur hann verið reglu­legur hluti af ís­lenska karla­lands­liðinu undan­farið.

Hann á marga að­dá­endur bæði í Þýska­landi og hér heima og það mátti glögg­lega sjá í Origohöllinni eftir leik kvöldsins þar sem stuðnings­menn hans biðu eftir honum og mögu­legar fram­tíðar­stjörnur hand­boltans fengu eigin­handar­á­ritun líkt og myndirnar hér fyrir neðan sýna glögg­lega.

Fréttablaðið/Benedikt Bóas
Fréttablaðið/Benedikt Bóas
Fréttablaðið/Benedikt Bóas