Tiger Woods, einn besti kylfingur sögunnar fékk afar góðar viðtökur er hann labbaði í átt að 18. holu St. Andrews vallarins á Opna breska meistaramótinu fyrr í dag.

Woods hefur ekki átt góðu gengi að fagna á mótinu og mun ekki komast í gegnum niðurskurðinn en hann fékk virkilega flottar viðtökur er hann lauk keppni í dag. Áhorfendur stóðu upp úr sætum sínum og klöppuðum honum lof í lófa og það virðist hafa snert kylfinginn sigursæla.

Fyrir fáeinum mánuðum töldu margir það óhugsandi að Tiger myndi spila golf aftur, hvað þá taka þátt á Opna breska meistaramótinu.

Tiger meiddist illa eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni í febrúar á þessu ári. Hann eyddi í kjölfarið þremur vikum á sjúkrahúsi og um tíma var sá möguleiki íhugaður að taka honum einn fót sökum þeirra meiðsla sem hann varð fyrir.