Ástralskur knatt­spyrnu­á­huga­maður, sem sá sér gott til glóðarinnar og veðjaði stórri upp­hæð á sigur Argentínu gegn Sádi-Arabíu á HM í Katar í gær, tapaði stórri fjár­hæð eftir að Sádi-Arabar unnu einn ó­væntasta sigur í sögu HM.

Sádi-Arabar komu allri heims­byggðinni á ó­vart í leik sínum gegn Argentínu í gær og fóru af hólmi með 2-1 sigur eftir að hafa lent undir snemma leiks.

Í gær, fyrir leik Argentínu og Sádi-Arabíu, greindi ástralska veð­mála­fyrir­tækið TAB frá því á sam­fé­lags­miðlum að einn ákveðinn knatt­spyrnu­á­huga­maður hafi veðjað 160 þúsund áströlskum dollurum á sigur Argentínu en það jafn­gildir rúmum 15 milljónum ís­lenskra króna.

Sá sýpur væntan­lega kveljur í dag sem og næstu vikurnar.