Það var 2-1 tap Manchester United á móti Leicester City í 36. umferð deildarinnar sem tryggði Manchester City titilinn.

Lærisveinar Guardiola hafa nú tíu stiga forskot á nágranna þegar liðin eiga þrjá leiki eftir hvort lið.

Sigur Leicester City þýðir að liðið hefur 66 stig í þriðja sæti deildarinnar og er níu stigum á undan Liverpool sem er í fimmta sæti.

Leicester City á hins vegar tvo leiki eftir á meðan Liverpool á fjóra leiki eftir.

Liverpool sækir einmitt Manchester United heim á Old Trafford í frestuðum leik á fimmtudaginn.