Ísland tapaði fyrir Belgíu, 66-79, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 í körfubolta. Íslendingar hafa tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni til þessa.

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og leiddi með sjö stigum eftir 1. leikhluta, 22-15. Gestirnir voru miklu sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu með 16 stigum. Staðan í hálfleik var því 34-43, Belgum í vil.

Ísland náði sér betur á strik í 3. leikhluta sem það vann með þremur stigum. Í lokaleikhlutanum gerði Belgía nóg til að halda Íslandi í hæfilegri fjarlægð og endaði á að vinna 13 stiga sigur, 66-79.

Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. Elvar Már Friðriksson og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu tíu stig hvor.