Körfubolti

Tap fyrir Belgum

Ísland er enn án sigurs í undankeppni EM 2021 í körfubolta.

Jón Arnór á ferðinni í sínum 99. landsleik. Fréttablaðið/Ernir

Ísland tapaði fyrir Belgíu, 66-79, í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 í körfubolta. Íslendingar hafa tapað báðum leikjum sínum í undankeppninni til þessa.

Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og leiddi með sjö stigum eftir 1. leikhluta, 22-15. Gestirnir voru miklu sterkari í 2. leikhluta sem þeir unnu með 16 stigum. Staðan í hálfleik var því 34-43, Belgum í vil.

Ísland náði sér betur á strik í 3. leikhluta sem það vann með þremur stigum. Í lokaleikhlutanum gerði Belgía nóg til að halda Íslandi í hæfilegri fjarlægð og endaði á að vinna 13 stiga sigur, 66-79.

Hlynur Bæringsson var stigahæstur í íslenska liðinu með 14 stig. Elvar Már Friðriksson og Hörður Axel Vilhjálmsson skoruðu tíu stig hvor.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Ágúst þjálfar U-20 ára landsliðið

Körfubolti

Tuttugu ára bið eftir nýju lagi frá Shaq lokið

Körfubolti

Fjórar breytingar fyrir leikinn gegn Belgíu

Auglýsing

Nýjast

Guðni forseti sá Jóhann Berg leggja upp mark

Crystal Palace komst upp í miðja deild

ÍBV síðasta liðið í Höllina

Fram úr fallsæti með sigri norðan heiða

Messi skoraði þrjú og lagði upp eitt

Newcastle United kom sér í tímabundið skjól

Auglýsing