Enska knatt­spyrnu­goð­sögnin David Beck­ham hefur legið undir mikilli gagn­rýni undan­farna mánuði, allt frá því að hann tók að sér starf sendi­herra Heims­meistara­mótsins í knatt­spyrnu sem fer nú fram í Katar. Nú hefur tals­maður hans svarað fyrir gagn­rýnina.

Það var sem þyrnir í augum margra þegar til­kynnt var að Beck­ham yrði einn af sendi­herrum HM í Katar, aðal­lega sökum mikillar gagn­rýni á hendur stjórn­valda í ríkinu sem býr yfir slæmu orð­spori er kemur að mann­réttindum, ríki þar sem hin­segin­leiki er ó­lög­legur, ríki þar sem að­búnaður farand­verka­manna er sagður vera fyrir neðan allar hellur.

Lítið hefur heyrst úr her­búðum Beck­ham hvað varðar þessa gagn­rýni en nú þegar HM í Katar fer að líða undir lok hefur tals­maður hans svarað.

,,David hefur tekið að sér mörg verk­efni, bæði er varða Heims­meistara­mót í knatt­spyrnu sem og önnur stór­mót, sem leik­maður og sendi­herra. Hann hefur alltaf trú á því að í­þróttir geti haft á­hrif og knúið fram já­kvæðar breytingar í heiminum," segir meðal annars í svari full­trúa David Beck­ham sem birt er í The Sun.

Knatt­spyrna, vin­sælasta í­þrótt í heimi, hafi burði til þess að sam­eina fólk og leggja af mörkum raun­veru­legt fram­lag til sam­fé­laga.

,,Við skiljum að það eru mis­munandi skoðanir uppi með í­hlutun í Mið-Austur­löndunum en við horfum á það já­kvæðum augum að um­ræða um lykil­mál hafi verið örvuð með fyrsta Heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu sem haldið er á svæðinu."

Vonir standi til að þetta muni leiða til já­kvæðra breytinga.