Fréttablaðið hefur í dag átt í ítrekuðum samskiptum við lögregluna í Manchester. Fyrst um sinn var sagt að líklega kæmu einhver tíðindi í dag. Átti talskona lögreglunnar von á því að Gylfi Þór yrði áfram laus gegn tryggingu.

Gylfi Þór var handtekinn í júlí og er grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða einstaklingi. Honum var sleppt úr haldi skömmu síðar og hefur síðan verið laus gegn tryggingu síðan. Lögreglan í Manchester er með málið til rannsóknar.

Talskona lögreglunnar í Manchester sagði í samtali við Fréttablaðið í morgun að líklega yrði Gylfi áfram laus gegn tryggingu. Hún taldi að niðurstaða kæmist í málið í dag.

Nú síðdegis hafði lögreglan enginn nánari svör en sagðist senda út tilkynningu um leið og ákvörðun í málinu kæmi á borð þeirra.

Gylfi flutti til London á dögunum þar sem hann dvelur á meðan lögreglan skoðar mál hans.