Enskir fjölmiðlar slógu því flestir föstu í gærkvöldi að stjórn enska knattspyrnufélagsins Manchester United muni segja Ole Gunnar Solskjær upp sem knattspyrnustjóra karlaliðs félagins.

Þá kom sömuleiðis fram í fjölmörgum miðlum á Bretlandseyjum að Darren Fletcher, sem starfar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester United, muni taka tímabundið við liðinu.

Hæsti orðrómurinn er svo um að Frakkinn Zinedine Zidane, sem er án starfs eins og sakir standa, og Brendan Rodgers, sem nú stýrir Leicester City, muni taka við keflinu af Solskjær.