Eiður Smári Guðjohnsen var í morgun kynntur til leiks sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspynu en Eiður Smári var um mitt síðasta sumar ráðinn þjálfari karlaliðs FH og framlengdi hann samning sinn við félagið í haust.

Heimildir 433.is herma að Eiður Smári muni láta af störfum í Kaplakrika og einbeita sér að fulla að störfum sínum fyrir knattspyrnusamband Íslands, KSÍ, næstu misserin.

Davíð Þór Viðarsson var í haust ráðinn aðstoðarþjálfari Eiðs Smára hjá FH og Logi Ólafsson sem stýrði liðinu seinni hluta sumars var færður í starf tæknilegs ráðgjafa.

Nú er spurning hvort að Logi og Davíð Þór muni mynda þjálfarateymi liðsins ef Eiður Smári muni hverfa af braut úr Hafnarfirðinum.

Ekki náðist Í Valdimar Svavarsson, formann knattspyrnudeildar FH, við vinnslu þessarar fréttar og þá vildi KSÍ ekki segja til um hvert framhaldið verði hjá Eiði Smárra á vegum FH.

KSí mun halda blaðamannafund klukkan 14.00 og þá munu málin líklega skýrast hvað þessi mál varðar.