Fyrrum NBA leik­maðurinn Isa­ac Hump­hries opin­beraði á dögunum sam­kyn­hneigð sína á liðs­fundi með liðs­fé­lögum sínum hjá ástralska liðinu Mel­bour­ne City. Hann segist alltaf hafa talið það vera ó­mögu­legt fyrir sig að vera at­vinnu­maður í körfu­bolta og sam­kyn­hneigður.

Mynd­band af því þegar að Hump­hries sagði fé­lögum sínum frá því hver hann væri í raun og veru hefur farið eins og eldur um sinu á sam­fé­lags­miðlum og hefur hann í kjöl­farið fengið mikið lof fyrir.

,,Ég hélt alltaf að það væri ó­mögu­legt fyrir mig að vera at­vinnu­maður í körfu­bolta og sam­kyn­hneigður á sama tíma. Hélt alltaf að ég þyrfti að fela þá hlið lífs míns, að ég gæti ekki verið sá sem ég er í raun og veru," sagði Hump­hries í við­tali við CNN.

Hann hafi nú tekið á­kvörðun um að opin­bera sam­kyn­hneigð sína vegna þess að hann hafi öðlast trú á því að geta stafað að vitundar­vakningu og breytingu á því hvernig horft sé á hin­segin í­þrótta­fólk.

Isa­ac var á sínum tíma á mála hjá NBA liðinu At­lanta Hawks, fyrr á þessu ári gekk hann til liðs við Mel­bour­ne United. Á sínum tíma taldi hann sér trú um að hann gæti ekki verið sam­kyn­hneigður og á sama tíma at­vinnu­­maður í körfu­­bolta.

„Ég hataði þetta við sjálfan mig og hafði ó­­beit á sjálfum mér, taldi mig ekki geta verið þessa mann­eskju innan okkar körfu­­bolta um­­hverfis. Það var ekki fyrr en ég fann mig innan sam­­fé­lags sem er fullt af stolti, hamingju og gleði sem ég áttaði mig al­­menni­­lega,“ sagði Hump­hries meðal annars við liðs­fé­laga sína.