Enski boltinn

Taktmælirinn sem Sarri tók með sér frá Napoli

Ítalski Brassinn Jorginho fylgdi Maurizio Sarri frá Napoli til Chelsea.

Jorginho verður mikilvægur hlekkur í liði Chelsea í vetur. Fréttablaðið/Getty

Jorginho var fyrsti leikmaðurinn sem Maurizio Sarri keypti sem knattspyrnustjóri Chelsea. Manchester City hafði áhuga á Jorginho en það kom lítið á óvart að hann skyldi enda hjá Chelsea enda þjálfaði Sarri hann hjá Napoli.

Hinn 26 ára gamli Jorginho var lykilmaður í stórskemmtilegu liði Napoli undir stjórn Sarri. Hann er leikstjórnandi í anda Andreas Pirlo, leikur fyrir framan vörnina og er nokkurs konar taktmælir í spilinu. Á síðasta tímabili gaf hann að meðaltali 96,9 sendingar í leik sem var það langmesta í ítölsku úrvalsdeildinni. Næstum því 90% sendinga hans rötuðu á samherja.

Sarri hefur breytt leikstíl Chelsea og Jorginho er lykilmaður í því breytingaferli. Miðað við frammistöðu hans í leiknum gegn City um Samfélagsskjöldinn þarf hann þó tíma til að aðlagast enska boltanum. Þar fær hann ekki sama tíma með boltann og hann fékk á Ítalíu. Jorginho er ekki mikill varnarmaður en ætti að njóta góðs af því að spila með hinum sívinnandi N’Golo Kanté.

Jorginho er fæddur í Brasilíu en fluttist til Ítalíu þegar hann var 15 ára. Hann er ítalskur ríkisborgari og hefur leikið átta leiki fyrir ítalska landsliðið. Jorginho hóf ferilinn hjá Verona en gekk í raðir Napoli 2014.

Þessi grein birtist í sérblaði um enska boltann sem fylgdi Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Özil stórkostlegur í sigri Arsenal á Newcastle

Enski boltinn

Jose Mourinho sleppur við kæru

Fótbolti

Sér alltaf nokkra leiki fram í tímann

Auglýsing

Nýjast

„Fann það strax að við gætum unnið saman“

Andri Rúnar og félagar fara upp með sigri í kvöld

„Þakklátur fyrir þetta tækifæri sem KSÍ veitir mér“

Valskonur söxuðu á forskot Fram á toppnum

Glódís og stöllur einum sigri frá meistaratitlinum

„Allt til staðar til að gera góða hluti saman næstu árin“

Auglýsing