Sebastian Rode, leikmanni þýska knattspyrnuliðsins Eintracht Frankfurt er líkleg slétt sama um skurðinn sem hann hlaut í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í gær eftir að hafa fengið takka í hausinn af skóm leikmanns Rangers. Frankfurt stóð uppi sem sigurvegari í viðureigninni og eru því Evrópudeildar meistarar.
Það var ekki langt liðið af leiknum þegar að Rode fékk takkana af takkaskóm John Lundstram í hausinn, nánar tiltekið á 6. mínútu. Rode lá óvígur eftir og leikurinn var stoppaður í þónokkurn tíma á meðan að Rode fékk viðeigandi aðhlynningu.
Hann náði hins vegar að halda leik áfram en úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni og þar reyndust leikmenn Frankfurt sterkari.
Rode birti mynd af sér á samfélagsmiðlum eftir leikinn þar sem sjá má að um ansi stóran skurð hefur verið að ræða og sauma hefur þurft mörg spor til þess að loka honum.
Hauptsache das Ding geholt!!! Alles andere ist egal. 💪💥😉🏆 #SGE #SGEuropa @Eintracht pic.twitter.com/iyCybFL70C
— Sebastian Rode (@Sebastianrode20) May 19, 2022