Þegar Arnar var spurður út í fjarveru Viðars í viðtali við Fotbolti.net í dag sagði landsliðsþjálfarinn að félagslið Viðars, Valerenga, hefði komið í veg fyrir að hann gæti verið kallaður inn í liðið.

Valerenga neitaði að leysa Viðar um leið og við sendum út pre selection fyrir stóra hópinn. Hann hefur ekki verið möguleiki í þetta verkefni frá byrjun," segir Arnar meðal annars í viðtalinu sem lesa má hér.

Hólmfríður Erna, systir Viðars, virðist gefa lítið fyrir þessa útskýringu en hún segir þetta kjaftæði á Twitter í færslu sem sjá má hér fyrir neðan.