Tölvupóstsamskiptin sem Arnar Þór virtist ýja að þegar hann sagði að Valerenga hefði meinað Viðari Erni Kjartanssyni að koma til móts við landsliðið má sjá hér fyrir neðan.

Í tölvupóstinum segir Jørgen Ingebrigtsen, íþróttastjóri Valerenga, að samkvæmt reglum FIFA geti félagið bannað Viðari að taka þátt í verkefninu.

Að lokum segir Jørgen að þeir séu tilbúnir að heyra í KSÍ þegar nær dregur en svo virðist sem KSÍ hafi túlkað þennan tölvupóst sem skýra neitun.