Tölvupóstsamskiptin sem Arnar Þór virtist ýja að þegar hann sagði að Valerenga hefði meinað Viðari Erni Kjartanssyni að koma til móts við landsliðið má sjá hér fyrir neðan.
Fyrst að fjölmiðlar eru búnir að sjá samskiptin, hlýtur að vera í lagi að pósta þeim hér. Lesi hver í þau eins og hann vill. Þeir völdu VÖK aldrei í landsliðið. Þarf ekki að segja meira, punktur. pic.twitter.com/FP5Ye4lq3W
— Hólmfríður Erna Kjartansdóttir (@holmfridurerna) March 29, 2021
Í tölvupóstinum segir Jørgen Ingebrigtsen, íþróttastjóri Valerenga, að samkvæmt reglum FIFA geti félagið bannað Viðari að taka þátt í verkefninu.
Að lokum segir Jørgen að þeir séu tilbúnir að heyra í KSÍ þegar nær dregur en svo virðist sem KSÍ hafi túlkað þennan tölvupóst sem skýra neitun.