Fjórði dagurinn í réttarhöldum Kate Greville gegn fyrrum kærasta sínum, fyrrum knattspyrnumanninum Ryan Gigs fór fram í dag og áfram hélt Greville að gefa vitnisburð um tíma sinn með Giggs sem hún sakar um að hafa brotið á sér bæði líkamlega sem og andlega.

Í dómssal í dag var sýnd upptaka úr búkmyndavél lögreglu kvöldið sem Kate Greville segir Giggs hafa ráðist á sig og meðal annars skallað sig. Á upptökunni hafi lögreglan mætt á vettvang og hafið að yfirheyra Kate.

Hún segir lögreglunni að Giggs hafi haldið framhjá sér svona 10-12 sinnum. „Hann hefur skallað mig áður, hann hefur sparkað í f****ng hausinn á mér og lamið mig ítrekað. Ég læt hann ekki komast upp með þetta," segir Kate á upptökunni.

Chris Daw, verjandi Giggs þjarmaði að Kate í vitnastúkunni, sagði hana hafa rausað stefnulaust áfram í upptökunni.

Kate segist hafa verið mjög ringluð á þessum tíma. ,,Ég var í sjokki, þetta tímabil fullt af áföllum."