Liðs­fé­lagar Neco Willi­ams hjá velska lands­liðinu í knatt­spyrnu segja hann hafa sýnt mikið hug­rekki og þor eftir að hann spilaði sinn fyrsta leik á HM á dögunum, innan við 24 klukku­stundum frá því að hann fékk verstu fréttir lífs síns.

Það var að kvöldi til, kvöldi fyrir fyrsta leik Wa­les á HM í knatt­spyrnu síðan 1958 sem móðir Neco Willi­ams hringdi í hann og greindi honum frá því að afi hans hefði látið lífið.

Neco var mjög náinn afa sínum og hafði sá fylgt leik­manninum eftir í gegnum allan hans feril til þessa. Neco á­kvað, þrátt fyrir þessar erfðu fréttir sem hann segir þær verstu sem hann hafi fengið á sinni lífs­leið, að spila leikinn með Wa­les. Hann var í byrjunar­liði Wa­les og er hylltur sem hug­rakkur maður af liðs­fé­lögum sínum fyrir vikið.

,,Ég tel Neco hafa sýnt mikið hug­rekki og þor að spila leikinn," sagði Harry Wil­son á blaða­manna­fundi í dag.

,,Flestir vita hvernig það er að missa ást­vin, það er aldrei auð­velt og í til­felli Neco gerðist það kvöldi fyrir hans fyrsta leik á HM.

Það að hann hafi líka skilað þessari frammi­stöðu frá sér... Mér fannst hann vera frá­bær."

Liðið hafi þétt raðirnar í kringum hann.

,,Við reyndum að láta honum líða eins vel og hægt var við þessar kring­um­stæður.

Hann er auð­vitað að takast á við margar til­finningar en frammi­staða hans var frá­bær."

Neco minnist afa síns eftir leik
Fréttablaðið/GettyImages
Það brutust skiljanlega út alls konar tilfinningar hjá Neco eftir leik
Fréttablaðið/GettyImages