Krikketsamband Íslands slær á létta strengi á Twitter í dag þar sem sambandið lýsir yfir áhuga á að hýsa leiki á milli Indlands og Pakistan.

Tillagan kemur í kjölfarið á áhuga enska krikketsambandsins að hýsa æfingaleik milli Indlands og Pakistan en liðin hafa ekki mæst í æfingaleik í fimmtán ár enda samband ríkjanna stirt.

Ljóst er að Krikketsambandið er ekki með aðstöðu í slíkt en sambandið lofar 24 tíma sólarljósi yfir sumartímann og leyniskyttum sem gæta öryggis leikmanna.

Þegar liðin mætst á hlutlausum velli er áhuginn yfirleitt gríðarlegur. Áætlað er um 500 milljónir á heimsvísu hafi fylgst með leik liðanna á HM árið 2011.

Óhætt er að segja að það taki margir vel í tillögu Krikketsambandsins í færslunni á Twitter.