Landslið Sviss er komið til Íslands í aðdraganda leiks liðanna í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli á mánudaginn en þeir komu fyrr í dag.

Svissneska liðið átti leik í gærkvöld gegn Belgíu í Brüssel og gisti liðið yfir nóttina í höfuðborg Belgíu áður en þeir flugu til Íslands.

Munu þeir taka eina æfingu á Laugardalsvelli fyrir leikinn sjálfan um miðjan dag á morgun eftir að Vladimir Petković, þjálfari liðsins og leikmaður, sitja fyrir spurningum blaðamanna.

Liðin mætast svo klukkan 18:45 á mánudaginn í öðrum og síðasta heimaleik Íslands í Þjóðadeild UEFA.