Fótbolti

Svissneska liðið mætt til landsins

Landslið Sviss er komið til Íslands í aðdraganda leiks liðanna í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli á mánudaginn en þeir komu fyrr í dag.

Shaqiri og félagar eru mættir til landsins. Fréttablaðið/Getty

Landslið Sviss er komið til Íslands í aðdraganda leiks liðanna í Þjóðadeild UEFA á Laugardalsvelli á mánudaginn en þeir komu fyrr í dag.

Svissneska liðið átti leik í gærkvöld gegn Belgíu í Brüssel og gisti liðið yfir nóttina í höfuðborg Belgíu áður en þeir flugu til Íslands.

Munu þeir taka eina æfingu á Laugardalsvelli fyrir leikinn sjálfan um miðjan dag á morgun eftir að Vladimir Petković, þjálfari liðsins og leikmaður, sitja fyrir spurningum blaðamanna.

Liðin mætast svo klukkan 18:45 á mánudaginn í öðrum og síðasta heimaleik Íslands í Þjóðadeild UEFA.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Chelsea fer til Úkraínu: Arsenal mætir Rennes

Fótbolti

Rabiot rak mömmu sína

Fótbolti

Krefjandi riðill með erfiðum mótherjum

Auglýsing

Nýjast

Minnast Gordon Banks með sérstakri treyju gegn Aston Villa

Nálægt því að komast í úrslit

Leik­maður Leeds söng með stuðnings­mönnum Mal­mö

Sonur Holyfield reynir að komast í NFL-deildina

Chelsea sett í félagsskiptabann af FIFA

Ljúka leik í Svíþjóð

Auglýsing