Sviss vann Kamerún með einu marki gegn engu í fyrsta leik dagsins á HM í Katar. Sviss­lendingar voru betri aðilinn í leiknum og hefðu getað bætt við fleiri mörkum en allt kom fyrir ekki.

Sviss­lendingar opnuðu vörn Kamerún upp á gátt í að­draganda marksins sem kom snemma í síðari hálf­leik, nánar til­tekið á 48. mínútu.

Marka­skorarinn Breel Em­bolo er leik­maður franska úr­vals­deildar­liðsins Monaco og spilar með sviss­neska lands­liðinu en er fæddur í Ya­oundé í Kamerún árið 1997. Hann kaus að fagna marki sínu ekki af virðingu við upp­runa­land sitt.

Síðar í dag mætast hin tvö liðin í G-riðli, Brasilía og Serbía í því sem mætti kallast fyrsta stór­leik HM í Katar.

Hvað sem því líður byrja Sviss­lendingar HM vel með þremur stigum og hreinu marki í fyrsta leik.

Hér fyrir neðan má hlusta á nýjasta HM-hlaðvarpsþátt Íþróttadeildar Torgs þar sem farið er yfir allt það helsta er við kemur HM í Katar: