Viðtal ísraelsks sjónvarpsmanns við stuðningsmann eftir leik Englands og Senegal á Heimsmeistaramótinu í Katar í gær hefur vakið mikla athygli. Hann ræddi við hressa stuðningsmenn enska karlalandsliðsins, en liðið var 3-0 sigur úr býtum í gær.
Sjónvarpsmaðurinn sem um ræðir var ansi hress til að byrja með. Hann spurði Englendingana hvort „fótboltinn væri að koma heim,“ líkt og oft er talað um í tengslum við það að England vinni stórmót í knattspyrnu.
Stuðningsmennirnir svöruðu játandi. Einn þeirra bætti svo við: „Frelsum Palestínu.“ Þá breyttist svipur sjónvarpsmannsins fljótt. Flestum er kunnugt um deilur Ísraels og Palestínu.
Leikurinn í gær var liður í 16-liða úrslitum HM. Mörk Englands skoruðu þeir Jordan Henderson, Harry Kane og Bukayo Saka.
Með sigrinum í gær komst England í 8-liða úrslit. Þar verður andstæðingurinn Frakkland á laugardagskvöld.
Hér að neðan má sjá viðtal ísraelska sjónvarpsmannsins við ensku stuðningsmennina.
A British fan screaming “Free Palestine” to an lsraeli reporter in Qatar. pic.twitter.com/sTP9SP4qPp
— Muhammad Smiry (@MuhammadSmiry) December 4, 2022