Joelinton, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Newcastle United hefur verið sviptur ökuréttindum í 12 mánuði eftir að hafa verið staðinn að ölvunarakstri.
Auk sviptingarinnar hefur leikmaðurinn verið sektaður um 29 þúsund pund, því sem nemur rúmum 5 milljónum íslenskra króna.
Upphæð sektarinnar er ákvörðuð út frá launum Brasilíumannsins hjá Newcastle United en þar er hann með 43 þúsund pund á viku.
Sviptingin á ökuréttindum hans til tólf mánaða verður stytt um þrjá mánuði ef Joelinton situr betrunarnámskeið.
Upphaflega var Joelinton stöðvaður af lögreglunni vegna hraðaksturs en við nánari skoðun kom í ljós að hann var einnig ölvaður.
Joelinton hefur verið á góðu skriði með Newcastle United á yfirstandandi tímabili, liðið situr í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar um þessar mundir.