Hand­boltadeild Fram hef­ur fundið leikmann sem fær það verkefni að leysa Steinunni Björnsdóttur af hólmi. Steinunn sleit krossband í leik með íslenska landsliðinu í mars fyrr á þessu ári.

Fram hefur samið við sænska leikmanninn Emmu Ols­son um að leika með liðinu næstu tvö keppnistímabil. Olsson kemur í Safamýrin frá sænska liðinu Önn­ereds.

„Emma er 24 ára há­vax­inn línumaður og varn­ar­maður sem mun styrkja okk­ar lið sér­stak­lega varn­ar­lega. Hún kem­ur til lands­ins í ág­úst og mun hefja æf­ing­ar með liðinu í fram­hald­inu,“ seg­ir í frettatil­kynn­ingu Fram.