Tvö lið fara upp úr riðlinum og eru Nýja-Sjáland og Ástralía í riðlinum sem ætti að gefa Bandaríkjunum góðan möguleika á að fara áfram.

Bandaríska liðið hafði unnið 40 af síðustu 44 leikjum í öllum keppnum og gert fjögur jafntefli fyrir leikinn í morgun en ríkjandi heimsmeistararnir áttu engin svör við öflugum leik sænska liðsins.

Um leið var þetta fyrsta tap bandaríska liðsins í opinberum keppnisleik í fimm ár eða síðan Svíþjóð vann í vítaspyrnukeppni gegn Bandaríkjunum í undanúrslitaleik Ólympíuleikanna í Ríó.