„Þetta var algjör klikkun, við erum að uppskera eftir allt sem við höfum lagt á okkur í allan vetur,“ sagði Atli Ævar Ingólfsson, leikmaður Selfoss, himinlifandi í leikslok.

„Það eru frábærir leikmenn í þessu liði, miklir talentar og það einfaldlega small allt hjá okkur kvöld. Það var gaman að uppskera loksins

Hann hrósaði Sverri Pálssyni fyrir frammistöðu sína í vörninni.

„Þetta var alveg rosaleg vörn, Sverrir var eins og að hann væri að taka á móti kálf þarna aftast. Hann tók þá og greip þá bara,“ sagði Atli sem sagði létti að vinna þennan titil.

„Við vorum með markmið um að verða Íslands og bikarmeistarar, það var svekkjandi að gera ekki betur í bikarkeppninni en við förum í gegnum úrslitakeppnina og töpum bara einum leik.“

Hann tók undir að það væri óumdeilanlegt að Selfoss væri besta lið landsins í dag.

„Það er svoleiðis, það er ekki hægt að mótmæla því,“ sagði hann glaður að lokum.