Fótbolti

„Svekkjandi að markið hafi ekki skilað stigi"

Arnór Sigurðsson varð í gær yngsti Íslendingurinn til þess að skora í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu karla þegar hann skoraði marki CSKA Moskvu í 2-1 tapi liðsins gegn Roma.

Arnór Sigurðsson í baráttunni í leik CSKA Moskvu gegn Roma í gær. Fréttablaðið/Getty

Það var vissulega gaman að skora og góð tilfinning að sjá boltann í netinu. Það var hins vegar mjög pirrandi að markið skyldi ekki skila stigi. Ég fékk fjölmörg skilaboð eftir leikinn, en ég átti mjög erfitt með að gleðjast þar sem ég var mjög sár yfir tapinu," segir Arnór Sigurðsson um markið sem hann skoraði fyrir CSKA Moskvu gegn Roma í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. 

Arnór sem er 19 ára gamall varð þar með þriðji íslenski leikmaðurinn til þess að skora í Meistaradeildinni og sá yngsti til þess að takast að gera það. Skagamaðurinn var ekkert smeykur við það að ganga til liðs við rússneska stórliðið þrátt fyrir ungan aldur. 

„Ég hef mikla trú á eigin hæfileikum og vissi það að þjálfarinn hafði miklar væntingar til mín. Það voru einhverjir sem efuðust um að ég ætti að taka þetta skref þar sem að ég var búinn að koma mér vel fyrir hjá Norrköping í Svíþjóð. Ég var hins vegar aldrei í vafa um að ég gæti brotið mér fljótt leið inn í byrjunarliðið hérna," segir hann um fyrstu vikurnar hjá sér í Rússlandi. 

„Mér hefur gengið vel að aðlagast bæði borginni og hlutunum hjá nýju liði. Það hjálpar mér að það komu margir nýir leikmenn í sumar og ég er því ekki að reyna að komast inn í þéttan kjarna. Það eru fleiri í sömu sporum og ég og menn hjálpast að við að aðlögunin gangi eins smurt og mögulegt er. Borgin hefur komið mér skemmtilega á óvart og mér líður vel hérna," segir þessi öflugi miðvallarleikmaður enn fremur um fyrstu kynni sín af Moskvu.  

Erik Hamrén og Freyr Alexandersson velja leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins fyrir næstu verkefni liðsins í hádeginu á morgun. Knattspyrnuáhugamenn hér á landi hafa margir kallað eftir því að Arnór fá tækifæri með liðinu.  

„Auðvitað vonast ég til þess að fá sæti í liðinu, en það er lítið annað sem ég get gert en að standa mig vel með félagsliðinu mínu. Mér finnst ég hafa spilað vel undanfarið og við sjáum til hvort að það dugi til þess að koma mér inn í leikmannahópinn," segir hann um landsliðsvalið sem fram undan er.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

PAOK búið að bjóða í Sverri Inga

Fótbolti

Segja Matthías vera að semja Vålerenga

Fótbolti

Dagný sögð á leið til Portland aftur

Auglýsing

Nýjast

Skytturnar unnu nágrannaslaginn gegn Chelsea

Í beinni: Þýskaland 3 - 1 Ísland

Frakkar unnu sannfærandi sigur á Spáni

Gylfi Þór jafnaði markamet Eiðs Smára í dag

Liverpool slapp með skrekkinn gegn Palace

Jota með þrennu í dramatískum sigri Úlfanna

Auglýsing