Sveinn Jóhannsson, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður danska liðsins SönderjyskE, meiddist á hné á æfingu íslenska liðsins í dag.

Þetta kemur fram í frétt á RÚV. Þar segir Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari Íslands, að Sveinn fari í myndatöku á morgun og eftir það verði ákvörðun tekin hvað þátttökur hans á komandi Evrópumóti varðar.

Guðmundur segir ekki víst að annar leikmaður verði tekinn inn í leikmannahópinn fari svo að Sveinn geti ekki leikið með á mótinu þar sem það gæti verið erfitt vegna Covid.

Ísland mætir Litáen í vináttuleikjum á föstudaginn kemur og sunnudaginn næsta. Ísland er í riðli með Portúgal
Ungverjalandi og Hollandi á Evrópumótinu en fyrsti leikur íslenska liðinu á mótinu er gegn Portúgal 14. janúar.