Bræðurnir Andri Lucas Guðjohnsen og Sveinn Aron Guðjohnsen náðu því merkilega afreki að leika saman í fremstu víglínu í kvöld þegar Ísland vann Liechtenstein í undankeppni HM 2022.

Bræðurnir byrjuðu leikinn á bekknum en þeir eru synir Eiðs Smára Guðjohnsen, markahæsta leikmanns karlalandsliðs Íslands frá upphafi.

Sveinn Aron kom inn á um miðbik seinni hálfleiks og var fljótur að láta til sín taka. Hann krækti í vítaspyrnu á 79. mínútu leiksins en nokkrum mínútum seinna kom Andri Lucas inn á.

Undir lok venjulegs leiktíma var komið að Sveini að leggja upp fyrir yngri bróðir sinn þegar hann skallaði boltann á Andra sem skoraði fjórða mark Íslands. Stórglæsileg sókn.