Sveinn Aron Guðjohnseu er í fremstu víglínu hjá íslenska karlalandsliðsinu í knattspyrnu þegar liðið sækir Liechtenstein heim í undankeppni HM 2022 á Rheinpark í Vaduz klukkan 18.45 að íslenskum tíma í kvöld. Sveinn Aron er að spila sinn fyrsta A-landsleik.

Arnar Þór Viðarsson, Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck, þjálfarar íslenska liðsins, gera sex breytingar á byrjunarliði Íslands frá tapinu gegn Armeníu í síðustu umferð undankeppninnar.

Rúnar Alex Rúnarsson, Hörður Björgvin Magnússon, Hjörtur Hermannsson, Guðlaugur Victor Pálsson, Arnór Ingvi Traustason og Sveinn Aron Guðjohnsen leysa Hannes Þór Halldórsson, Ara Frey Skúlason, Kára Árnason, Arnór Sigurðsson, Albert Guðmundsson og Jón Daða Böðvarsson af hólmi.

Byrjunarlið íslenska liðsins er þannig skipað: Rúnar Alex Rúnarsson - Hörður Björgvin Magnússon, Sverrir Ingi Ingason, Hjörtur Hermannsson, Birkir Már Sævarsson - Aron Einar Gunnarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson - Jóhann Berg Guðmundsson, Sveinn Aron Guðjohnsen, Arnór Ingvi Traustason.