Sveindís Jane Jónsdóttir og leikmenn íslenska liðsins voru með treyju Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur, markmannsins unga og efnilega sem meiddist á æfingu liðsins í vikunni þegar þær stilltu sér upp í liðsmyndatöku.

Cecilía meiddist í upphitun á æfingu liðsins á fimmtudaginn en það kom í ljós að hún væri fingurbrotin. Þessi átján ára markvörður er því ekki í leikmannahópnum í dag en er með íslenska liðinu.

Þetta hefði orðið fyrsta mót Cecilíu og á hún eflaust eftir að vera hluti af landsliðinu næstu áratugina.