Sveindís Jane Jónsdóttir opnaði markareikning hjá Kristianstad þegar hún spilaði sinn fyrsta deildarleik fyrir liðið í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu kvenna í dag.

Kristianstad, sem leikur undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttur og Björns Sigurbjörnssonar gerði 1-1 jafntefli við Eskilstuna.

Sveindís Jane leikur sem lánsmaður hjá Kristianstad en hún gerði samning við þýska stórveldið Wolfsburg síðasta haust og var í kjölfarið lánuð til Svíþjóðar.