Sveindís Jane Jónsdóttir, sóknatengiliður íslenska kvennalandsliðsins, tók þátt í kynningarmyndbandi fyrir Evrópumót kvenna í sumar hjá áströlsku sjónvarpsveitunni Optus. Þar segir hún Dagnýju Brynjarsdóttur og Sif Atladóttur tvo bestu leikmenn liðsins.

Í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neðan fer Sveindís um víðan völl. Hún segir íslenska liðið líkamlega sterkt sem vilji halda boltanum.

Þá reynir hún að sannfæra Ástrali um að styðja Ísland í sumar.

Þegar talið berst að besta leikmanni hópsins nefnir Sveindís fyrst Dagnýju og svo Sif. Hún hrósaði Dagnýju fyrir hæfileika sína að skora mörk og Sif fyrir að vera góð í vörn.

Þá hrósaði hún Dagnýju og Sif fyrir að vera miklir leiðtogar sem heyrist vel í.