Tilkynnt hefur verið hvernig Jón Þór Hauksson og þjálfarateymi hans hjá íslenska kvennalandsiðlinu í knattspyrnu ætla að stilla upp byrjunarliði liðsins í leiknum gegn Lettlandi í undankeppni EM 2022 sem hefst á Laugardalsvellinum klukkan 19.45 í dag.

Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmenn Breiðabliks, eru í byrjunarliði íslenska liðsins í leiknum. Sveindís Jane er að leika sinn fyrsta landsleik og Karólína Lea sinn annan.

Byrjunarlið Íslands er þannig skipað: Markvörður: Sandra Sigurðardóttir. Vörn: Hallbera Guðný Gísladóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Miðja: Sara Björk Gunnarsdóttir (fyrirliði), Alexandra Jóhannsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir. Sókn: Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, Elín Metta Jensen, Sveindís Jane Jónsdóttir.