Sveindís samdi við Wolfburg fyrir rúmu ári síðan en var send frá félaginu á láni til Kristianstad þar sem hún spilaði undir stjórn Elísabetar Gunnarsdóttir. Hjá Kristianstad fékk hún nægan spiltíma og lét til sín taka.

Sveindís var kynnt fyrir stuðningsmönnum félagsins á samfélagsmiðlum í gærkvöldi og hún mun nú reyna fyrir sér hjá einu besta liði heims.

Hjá Kristianstad skaraði Sveindís Jane fram úr og var á meðal tíu bestu leikmanna sænsku deildarinnar í vali Damallsvenskan Nyheter.

Kristianstad endaði í 3. sæti deildarinnar og tryggði sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Í umsögn Damallsvenskan Nyheter um Sveindísi stóð eftirfarandi: ,,Þessi hæfileikaríki leikmaður frá Íslandi átti frábært tímabil. Hún er ein af hröðustu leikmönnum deildarinnar, er mjög teknísk og er eldfljót með bolta. Þá býr hún einnig yfir stórhættulegu sóknarvopni með löngu innköstum sínum."

Í viðtali sem birtist á YouTube síðu Wolfsburg í gær segir Sveindís að það heillaði hana að spila fyrir jafn gott lið og Wolfsburg. ,,Wolfsburg er eitt besta liðið í heiminum og ég er mjög ánægð með að vera komin hingað.

Þrátt fyrir ungan aldur er Sveindís nú þegar orðin fastamaður í íslenska kvennalandsliðinu, hefur spilað þrettán leiki og skorað sex mörk.