Svein­björn Iura laut í lægra haldi þegar hann glímdi við Rúmenn Marcel Cercea í annarri um­ferð á Evr­ópu­mót­inu í júdó í dag en mótið fer fram Prag.

Svein­björn kepp­ir í -81 kg flokki en hann sat hjá í fyrstu umferð mótsins.

Mótið gefur stig fyrir baráttuna um sæti Ólymp­íu­leik­unum sem stefnt er að því að halda í Tókýó næst á sumar. Þetta tap gæti sett strik í reikningin í baráttu Sveinbjörns um að tryggja sér farseðilinn til Tókýó.

Á morgun mætir Eg­ill Blön­dal Georgíumanninum Beka Gvina­svhili í -90 kg flokki en Gvina­svhili er í 10. sæti á heimslist­an­um.