Þann 28. mars 2019 skrifaði Norðmaðurinn Ole Gunnar Solskjær undir þriggja ára samning við Manchester United. Síðan þá hefur liðið litið verr út nánast með hverjum leik.

17

stig úr 16 leikjum hefur Ole Gunnar náð í síðan hann skrifaði undir langtímasamning. Aðeins Southampton, Brighton og Watford hafa verri árangur. Liverpool hefur fengið 45 stig en City 40 á sama tíma.

4

sigrar hafa komið í hús síðan 28. mars.

16

mörk hafa leikmenn hans skorað en fengið á sig 22. Dýrasti varnarmaður heims stendur í vörninni og launahæsti markvörðurinn.

26

stig fékk Jose Mourinho í sínum síðustu 17 leikjum. Ole Gunnar hefur fengið 17.

15

af 18 leikmönnum eru enn hjá Manchester United sem tapaði fyrir Everton 4-0 í apríl. Eftir leik sagði Solskjær að leikmenn þyrftu að fara í naflaskoðun og endurnýjunar væri yfirvofandi.

14

af 19 leikjum unnust þegar Solskjær var ennþá bráðabirgðarstjóri.

15

leiki í röð hafa Liverpool unnið síðan Solskjær skrifaði undir þriggja ára samning.

1

tap kom í fyrstu 13 leikjunum hans sem bráðabirgðarstjóri.

9

fyrstu útileikina unnust eftir að Solskjær birtist.

Andleysi og almennt getuleysi hafa einkennt Manchester United liðið að undanförnu.

Manchester United tapaði gegn Newcastle 1-0 á sunnudag. Fjölmiðlar um allan heim hafa farið hamförum um leikmenn liðsins.

4

snertingar átti Harry Maguire inn í teig Newcastle, fleiri en aðrir samherjar hans. Hann er varnarmaður.

3

tilraunir hittu á markið hjá Newcastle í leiknum. 0 fóru á rammann hjá AZ leikinn á undan.

68,1%

var liðið með boltann

0

fyrirgjafir frá kanntmönnum liðsins á sunnudag hittu á samherja.

21

sinni kom Marcus Rashford við boltann í leiknum á sunnudag. Fjórum meira en Marcos Rojo sem kom inná sem varamaður á 60. mínútu.

Það getur verið einmanna starf að vera knattspyrnustjóri.

Tölurnar á bakvið tímabilið í heild sinni þar sem það situr í 12. sæti, tveimur stigum frá fallsæti.

33

sinnum hefur leikmaður liðsins hitt á markið, sem er 30% nýting. Liverpool, sem er efst í deildinni, er með 49 skot á rammann og 37% hittni.

8

mörk hefur liðið skorað, þar af fjögur í fyrsta leik.

8

leiki hefur Ole Gunnar spilað 4-2-3-1 kerfið og alltaf tapað.

11

leiki á útivelli hefur liðið leikið án þess að vinna.

3

mörk hefur Marcus Rashford skorað úr opnum leik í síðustu 26 leikjum.

2/1

eru líkurnar að Ole Gunnar verði rekinn samkvæmt BetVictor veðbankanum. Hann er í harðri baráttu við Marco Silva á toppnum þar á bæ.

Það er ekki bjart yfir Manchester United.