Brasilíski varnarmaðurinn Marcelo segir það af og frá að hann hafi verið settur til hliðar hjá franska úrvalsdeildarliðinu Lyon fyrir það að hafa hlegið og leyst vind. Marcelo yfirgaf herbúðir Lyon í janúar fyrr á þessu ári og mögulegar ástæður brotthvarfsins hafa verið viðraðar í fjölmiðlum undanfarna daga.

L'Equipe fjallaði um málið á dögunum þar sem sagði að Marcelo hafi fallið í ónáð innan Lyon sökum margra agamála. Meðal annars fyrir að hafa hlegið á óheppilegum stundum á meðan að knattspyrnustjóri Lyon hélt tölu fyrir leikmannahópinn fyrir leiki sem og fyrir það að hafa ítrekað leyst vind í viðurvest liðsfélaga sinna.

Marcelo svara fyrir sig með færslu á Twitter þar sem hann segir frétt L'Equipe um málið hafa þvingað sig til þess að byrja aftur á samfélagsmiðlinum til þess að svara fyrir sig.

,,Blaðamennska nú til dags er algjör brandari," skrifar Marcelo meðal annars í færslunni.