Bar­daga­kappinn Sunna Rann­veig Davíðs­dóttir, stundum þekkt sem Sunna Tzunami, tapaði í gær í bar­daga sínum við hina banda­rísku Kailin Curran í keppni um strá­vigtar­belti Invicta-bar­daga­sam­bandsins sem fram fór í Kansas í gær­kvöldi. Bar­daginn var dramatískur og voru dómarar klofnir í af­stöðu sinni.

Það er ó­hætt að segja að bar­daginn hafi verið jafn og það endur­speglaðist í niður­stöðum dómara en tveir dómarar dæmdu Curran í hag, 10-9 á meðan þriðji dómarinn dæmdi Sunnu sigur, 10-9 en von­brigðin á and­liti Sunnu leyndu sér ekki í lokin.

Kailin fór alla leið í úr­slit í gær og keppti þar gegn Briönnu Van Buren og tapaði hún þar gegn hinni síðar­nefndu í lotum þar sem Brianna hafði að mestu yfir­höndina. Brianna með átta sigra og einungis tvö töp og hefur unnið síðustu fimm mót­herja sína.