Arnar Pétursson og Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfarar A landsliðs kvenna í handbolta, haga valið þá 16 leikmenn sem munu skipa hóp Íslands í fyrri leik liðsins gegn Slóveníu í umspili um laust sæti á HM 2021 sem fram fer á Spáni í desember næstkomandi.

Stelpurnar okkar leika fyrri leikinn í umspilinu þar ytra þann 16. apríl en liðin leika svo aftur hér heima þann 21. apríl að Ásvöllum.

Stór skörð eru höggvin í leikmannahóp íslenska liðsins en Steinunn Björnsdóttir er með slitið krossband og meiðsli Sunnu Jónsdóttur í sköflungi eru það alvarleg að hún getur ekki ferðast með liðinu til Slóveníu.

Þeir fimm leikmenn sem voru valdir í 21 leikmanna æfingahóp sem æft hefur hér heima siðustu daga og fara ekki til Ljubljana eru Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir.

Íslenska hópinn má sjá hér að neðan:

Markverðir:

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (28/0)

Saga Sif Gísladóttir, Valur (2/0)

Aðrir leikmenn:

Andrea Jacobsen, Kristianstad (22/19)

Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (5/9)

Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (61/125)

Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen (22/19)

Eva Björk Davíðsdóttir, Stjarnan (39/32)

Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (3/4)

Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (40/79)

Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)

Lovísa Thompson, Valur (22/41)

Mariam Eradze, Valur (1/0)

Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (29/36)

Rut Jónsdóttir, KA/Þór (97/205)

Sigríður Hauksdóttir, HK (19/43)

Thea Imani Sturludóttir, Valur (43/55)

Starfsfólk:

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari

Ágúst Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari

Hlynur Morthens, markmannsþjálfari

Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri

Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari

Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari

Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari

Jóhann Róbertsson, læknir