Hin á­tján ára Sunisa Lee frá Banda­ríkjunum varð Ólympíu­meistari kvenna í á­halda­fim­leikum rétt í þessu og tók þar við titlinum af löndu sinni Simone Biles sem dró sig úr úr­slitunum af heilsu­fars­á­st­æðum.

Einungis 0,2 stig (sem er varla ein bogin tá) skildi efstu þrjár stúlkurnar að er þær fóru á síðasta á­haldið. Sunisa Lee leiddi alla kepp­endur fyrir síðustu um­ferðina en Urazova frá Rússa­landi og hin Brasilíska Rebe­ca Andra­de voru báðar 0,2 stigum á eftir henni.

Pressan var því öll á Lee að halda for­ystunni en bæði Melni­kova frá Rúss­landi og Andra­de eru ein­stak­lega öflugar á gólfi og voru báðar í kjör­stöðu að skera á for­skotið og hirða gullið af Lee.

Sunisa Lee fagnar með þjálfaranum sínum eftir gólfæfingarnar sínar.
Ljósmynd/AFP
Simone Biles mætti í höllina til að styðja stelpurnar en hún lét lítið fyrir sér fara.
Ljósmynd/AFP

Melni­kova gerði smá­vægi­leg mis­tök á gólfi en náði hins vegar fyrsta sætinu þegar einungis Lee og Andra­de áttu eftir að gera.

Lee þurfti að ná 13,400 til að endur­heimta topp­sætið sem var vel ger­legt þar sem hún fékk 13,400 í for­keppninni. Það var hins vegar ljóst að það mátti ekkert klikka. Lee lét á­lagið ekki hafa á­hrif á sig og gerði frá­bærar gólfæfingar. Hún bætti árangur sinn úr for­keppninni og fékk 13,700

Sú eina sem gat tekið gullið af Lee var Andra­de svar næst inn á gólfið. Andra­de þurfti að fá 13,801 á gólfinu til að jafna Lee á stigum en hún fékk 14,00 í for­keppninni og því má segja að hún var með allt í höndum.

Melnikova að bíða eftir að fá einkunn sína á gólfi. Hún náði efsta sætinu en hélt því ekki lengi.
Ljósmynd/AFP

Andra­de setti hins vegar of mikinn kraft í fyrstu stóru stökk­seríuna sína er hún gerði tvö­falt heljar­stökk með heilli skrúfu út úr tengingu og tók stórt skref útaf gólfinu með báðar fætur. Mis­tök sem kosta hana að minnsta kosti 0,3 er báðir fæturnir fóru út af gólfinu.

Hún lét það hins vegar ekki á sig fá og hlóð beint í tvö­falt heljar­stökk með beinum líkama og heili skrúfu og negldi það.

Annað stórt skref út af gólfinu í síðustu stökk­seríunni gerði að ljóst að hún myndi eiga í erfið­leikum með að ná 13,800. Þegar ein­kunn Andra­de var birt voru úr­slitin ljós. 13,666 fyrir þá brasilísku og Sunisa Lee nýr Ólympíu­meistari.

Mistök í gólfæfingum voru Andrade dýrkeypt.
Ljósmynd/AFP

Ótrúleg tvíslá æfing á viljanum einum

Lee átti frá­bæran dag og sigurinn skilið. Hún byrjaði á að negla stökkið sitt og fylgdi því síðan eftir með rosa­legum tví­slár æfingum. Lee er þekkt fyrir öflugar tví­slár æfingar en hún á­kvað að keyra í erfiðustu æfinguna sem hún kann þar sem hún tengir flug og snúninga saman á miklum hraða.

Það leit út fyrir á köflum að á­hættan myndi kosta hana en ein­hvern veginn greip hún alltaf aftur í ránna að því sem virtist á viljanum einum.

Á­hættan skilaði sér en Lee fékk 15,300 á tví­slá sem var mun hærri en bæði Andra­de og Melni­kova. Örugg slá og frá­bært gólf skiluðu síðan sigrinum heim og helst Ólympíugullið í fim­leikum í Banda­ríkjunum.

Nýjasta stórstjarna Bandaríkjanna í áhaldafimleikum með Ólympíugullið.
Ljósmynd/AFP