Young sem er á þriðja ári sínu í herbúðum Atlanta Hawks reyndist örlagavaldurinn í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppninni. Sigurkarfa Young kom þegar lokaflautið gall í fyrsta leiknum.

Fyrir annan leik liðanna í nótt var búið að dreifa blöðum um Madison Square Garden þar sem áhorfendur voru hvattir til að syngja um skallablettina hjá hinum 22 ára gamla Young.

Um tíma heyrðist söngurinn óma um höllina en New York hafði betur í leiknum og vann með því fyrsta leik sinn í úrslitakeppninni í átta ár.

Þá virðist sem svo að einn áhorfandi hafi reynt að hrækja á Young úr stúkunni án árangurs.

Þetta var ekki eina dæmið um að áhorfendur færu yfir strikið í NBA-deildinni í nótt.

Ekki langt frá New York fékk Russell Westbrook poppkorni kastað yfir sig þegar hann gekk af velli í Philadelphia.