Hugo Lloris, markverði og fyrirliða Tottenham Hotspur, lenti saman við samherja sinn, Son Heung-Min, sóknarmann Lundúnaliðsins, í leik liðsins gegn Everton í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu karla fyrr í vikunni.

Franski markvörðurinn var ekki sáttur við varnarvinnu Suður-Kóreumannsins og lét hann heyra það á leið þeirra inn í búningsklefa í hálfleik. Tottenham Hotspur bar hins vegar sigur úr býtum í leiknum og allt féll í ljúfa löð á milli leikmannanna að leik loknum.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur, tók sökina á kýtingi leikmanna sinna á sig, og sagði þetta sýna að leikmönnum væri ekki sama um frammistöðu hvers annars. Þetta gleddi sig hins vegar, frekar en að angra.

Fréttablaðið tók saman erjur nokkurra núverandi og fyrrverandi samherja í enska boltanum í gegnum tíðina og má sjá þær á myndunum hér að neðan.

Erjur Joe Gomez leikmanns Liverpool og Raheem Sterling leikmanns Manchester City í leik liðanna færðist yfir í matsalinn eftir æfingu enska liðsins sem varð til þess að Sterling var hent út úr enska landsliðshópnum í einn leik.
Gengi Aston Villa á yfirstandandi leiktíð hefur ekki verið upp á marga fiska og liðsfélagarnir Tyrone Mings og Anwar El Ghazi lenti saman í leik liðsins fyrr á tímabilinu. Samherjar þeirra náðu þó sem betur fer að skakka leikinn.
Craig Bellamy var ekki ánægður með að liðsfélagi hans John Arne Riise hjá Liverpool tók ekki lagið þegar liðið var statt á karókíbar í æfingaferð liðsins í Portúgal. Bellamy réðst svo að Riise með golfkylu þegar á hótelið var komið.
Enski pörupilturinn Lee Bowyer og Kieran Dyer sem léku með Newcastle United fengu nóg af hvor öðrum og lentu í áflogum í leik gegn Aston Villa. Greame Souness sem stýrði Newcastle United á þeim tíma sektaði lærisveina sína fyrir athæfið.