Ítalskir fjölmiðlar fullyrða að Luis Suarez sér til rannsóknar hjá ítölskum yfirvöldum fyrir að hafa svindlað á ítölskuprófi þegar hann sótti um ítalskt vegabréf.

Suarez sótti um ítalskt vegabréf í von um að liðka fyrir um félagsskipti sín til Juventus. Eiginkona Suárez, Sofia Balbi, er af ítölskum ættum og því með ítalskt vegabréf.

Saksóknarinn í Perugia þar sem Suarez tók prófið staðfesti að verið væri að rannsaka hvort að búið hefði verið að afhenda Suarez svörin.

Ekkert varð úr félagsskiptum Suarez til Juventus og er hann því í leit að nýju félagi. Börsungar eru tilbúnir að rifta samningnum við framherjann sem vill semja við Atletico Madrid.