Luis Suarez og Barcelona komust í dag að samkomulagi um að rifta samningi Suarez við félagið þegar eitt ár var eftir. Suárez er búinn að semja um kaup og kjör við Atletico Madrid og heldur því til Madrídar.

Ronald Koeman er að vinna í því að hreinsa út eldri leikemnn úr leikmannahóp félagsins. Félagið er búið að leyfa Arturo Vidal og Ivan Rakitic í sumar og er Suárez næstur.

Úrúgvæski framherjinn kom til Barcelona fyrir sex árum síðan og yfirgefur félagið sem þriðji markahæsti leikmaðurinn í sögu Barcelona. Hjá Barcelona vann Suarez þrettán titla, þar af fjóra spænska meistaratitla.

Talið var að Suárez myndi semja við Juventus í sumar en það virðist vera úr sögunni og er hann langt á veg kominn með að semja við Atletico Madrid.