Tilkynnt var í gærkvöldi að spænsku knattspyrnufélögin Barcelona og Atlético Madrid hefðu komist að samkomulagi um að félagaskipti Luis Suárez frá Katalóníu til Madrídar.

Suárez hélt í dag blaðamannafund þar sem hann fór yfir vistaskiptin en hann felldi tár þegar hann ræddi viðskilnaðinn.

„Það kom mér ekki í opna skjöldu þegar mér var tilkynnt að krafta minna væri óskað hjá Barcelona þar sem það hafði verið umræðunni áður en ég fékk símtalið frá Ronald Koeman. Fram undan eru breytingar hjá félaginu og Koeman telur sig ekki hafa not fyrir mig," segir Suárez.

„Ég er spenntur fyrir því að spila með Atlético Madrid og þar langar mig að sanna að ég geti enn spilað í hæsta gæðaflokki," segir framherjinn sem spilaði í sex ár hjá Barcelona og er þriðji markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 198 mörk í þeim 283 leikjum sem hann spilaði fyrir liðið.

Á þeim sex árum sem hann spilaði fyrir Barcelona varð Suárez spænskur meistari fjórum sinnum, vann spænska konungsbikarinn jafn oft og Meistaradeild Evrópu og heimsmeistarakeppni félagsliða einu sinni.

Myndband af því þegar Suárez sýndi tilfinningar sínar má sjá hér að neðan: