Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá breska skotfimisambandinu þar sem Hill segist vera niðurbrotin að gera sér grein fyrir því að hún fái ekki tækifæri að keppa í Tókýó eftir fimm ára undirbúning.

Hill þótti afar sigurstrangleg í sínum flokki í skotfimi enda í efsta sæti heimslistans fyrir Ólympíuleikana.

Þessi 23 ára Breti komst í undanúrslitin í skotfimi á Ólympíuleikunum í Ríó.

Hún er þriðji Bretinn sem þarf að draga sig úr keppni vegna kórónaveirusmits.