Það er alltaf stórt þegar að kemur að svona reglubreytingum í Formúlu 1. Við fengum síðustu stóru reglubreytingarnar árið 2017, það koma alltaf reglulega stórar reglubreytingar og það er í raun það sem þessi íþrótt snýst um. Við erum alltaf að segja að við vitum ekki hvernig næsta tímabil fer og það er bara alveg nákvæmlega þannig núna. Nú munum við bara fá að sjá það hvaða lið eru best," sagði Bragi Þórðarson í hlaðvarpsþættinum Pitturinn.

Mercedes, hefur undanfarnar reglubreytingar komið best út og gátu með því skapað sér sérstöðu sem var síðan rofin á síðasta tímabili. ,,Sögulega séð þá er það mjög óvanalegt að sama liðið hitti þrisvar sinnum best á reglubreytingarnar í röð," segir Kristján Einar.

Kristján Einar segir auðvelt að horfa til síðasta tímabils og hugsa með sér af hverju við séum að fá þessar stóru reglubreytingar núna, eftir eitt besta tímabil allra tíma. ,,Það er alveg rétt en við getum ekki horft framhjá því að tímabilið 2017-2021 var frekar slappt að undanskildu síðasta tímabili."

,,Ég myndi segja að það liggur við að þessi kynslóð af bílum séu næstsíðasta sæti af Formúlu 1 bílum en í síðasta sæti eru bílarnir frá 2014-2016," sagði Bragi Þórðarson.

Formúlu 1 bílarnir munu taka stórtækum breytingum og ein stærsta breytingin felst breytingu á hönnun sem gerir bílunum auðveldara fyrir að elta hvorn annan. Bílar síðasta tímabils gátu misst allt að 46% niðurtog fyrir aftan bíl í keppni. Næsta kynslóð Formúlu 1 bíla mun aðeins missa 18% niðurtog í svipuðum aðstæðum. Þetta veldur því að bílarnir ættu að geta verið mjög nálægt hvor öðrum yfir lengri tíma og þar með eykst baráttan um sæti.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpsþáttinn Piturinn þar sem farið er nákvæmlega yfir allar reglubreytingar næsta tímabils hér fyrir neðan: