Enska úrvalsdeildin neyðist til að stytta vetrarfrí Manchester City og West Ham eftir að leik liðanna var frestað um síðustu helgi.
Ákveðið var í dag að leikurinn skyldi fara fram næsta miðvikudag.
Fresta þurfti leiknum vegna rigningar í Englandi um helgina en það kom ekki í veg fyrir að leikur Sheffield United og Bournemouth færi fram sama dag.
Leikjadagskrá Manchester City næstu vikurnar er ansi þétt þegar útsláttarkeppnin í Meistaradeild Evrópu hefst á ný ásamt leikjum í enska deildarbikarnum og enska bikarnum.
Það var því ákveðið að stytta vetrarfrí leikmannana hjá Manchester City og West Ham um nokkra daga.