Sport

Styrktarþjálfari Leicester inn í teymi Íslands

Tilkynnt var á blaðamannafundi í KSÍ fyrr í dag að Tom Joel taki við starfi styrktarþjálfara landsliðsins af Sebastian Boxleitner sem fékk ekki nýjan samning en Joel vinnur einnig fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Fréttablaðið/Getty

Tilkynnt var á blaðamannafundi í KSÍ fyrr í dag að Tom Joel taki við starfi styrktarþjálfara landsliðsins af Sebastian Boxleitner sem fékk ekki nýjan samning en Joel vinnur einnig fyrir Leicester í ensku úrvalsdeildinni.

Boxleitner hóf störf fyrir KSÍ eftir Evrópumótið 2016 en hætti störfum fyrir íslenska landsliðið eftir æfingarleiki liðsins í Katar í janúar.

Joel mun taka við starfi styrktar- og þolþjálfara landsliðsins en hann hóf fyrst störf fyrir Leicester haustið 2011. Hann var fenginn til að vinna með aðalliði félagsins árið 2014 og var með liðinu sem varð enskur meistari ári síðar.

Fyrsta verkefni hans er í næstu viku þegar Ísland mætir Andorra og Frakklandi í undankeppni Evrópumótsins 2020.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Fótbolti

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Handbolti

Sjáum í þessum leikjum hvar liðið stendur

Auglýsing

Nýjast

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Hilmar keppir á lokamóti heimsbikarsins

Rúnar Már á förum frá Sviss í sumar

Íþróttadómstóll dæmir PSG í hag gegn UEFA

Wayne Rooney sýndi á sér nýja hlið

Al Arabi staðfestir komu Arons

Auglýsing